Fyrstu folöldin

IMG_9066Það er alltaf gaman þegar hryssurnar kasta. Engilfín var fyrst þetta vorið og eignaðist þennan myndarlega mósótta hest. Helga leist vel á gripinn og hafði á orði að þennan myndi hann temja og hafa sem smalahest í ellinni.

 

Verðandi smalahestur líka góð fyrirsæta

Verðandi smalahestur líka góð fyrirsæta

 

Snoppa var köstuð í morgun brúnum hesti undan Stála. Það var hálfkuldalegt í slyddunni.

 

Snoppa með brúnan hest

Snoppa með brúnan hest