Hvað gleður augað

IMG_9080Það er margt sem gleður augað þegar allt er að vakna til lífsins nú á vordögum. Töfratréð hefur staðið með blóm í hálfan mánuð og ekkert látið á sjá þó kalt hafi verið á nóttunni.

Í skjóli við íbúðarhúsið stendur þetta litla rósakirsi og skartar sínu fegursta.

IMG_9084

Hvor tveggja tegundir sem svo sannarlega gleðja augað snemma vors.