Máfur frá Kjarri

0158Máfur frá Kjarri  hlaut í kynbótadómi í vor 8.11 fyrir sköpulag og 8.62 fyrir  hæfileika. Aðaleinkunn 8.42.  Knapinn er Ólafur Andri Guðmundsson. Máfur hefur hlotið 9.0 fyrir tölt,  9.0 fyrir vilja og geðslag, 8.5 fyrir fegurð í reið og á Landsmótinu á Hólum hlaut hann 9.5 fyrir skeið. Hann er undan heiðursverðlaunahrossunum Stála og Stjörnu báðum frá Kjarri.