Jólatré

Á haustin eru alltaf tekin upp nokkur grenitré sem sett eru í potta. Þessi tré henta vel sem jólatré en hægt er að nota þau bæði innanhúss og utandyra. Margir kjósa að kaupa sér jólatré með framhaldslíf.

Það er upplagt að nota tréð sem jólatré og planta því svo í sumarbústaðinn að vori eða jafnvel á þrettándanum ef jörð er ófrosin.  Yfirleitt lifa þessi tré af þó svo að þau standi innanhúss yfir jólahátíðina og séu þá sett út í íslenskan vetur.

Í Kjarri er orðinn til jólatrjáaskógur en jólatrjánum er plantað út eftir að þau hafa sinnt sínu hlutverki sem jólatré og þau spjara sig ótrúlega vel.

Gjafabréfin njóta alltaf vinsælda, góð gjöf sem hægt er að gefa allt árið.