Stjarna frá Kjarri

IS1998287003
Grá
F. Gustur frá Hóli
M. Þruma frá Selfossi
Aðaleinkunn 8,28

Stjarna er fædd 1998, undan Gusti frá Hóli og Þrumu frá Selfossi. Hún var sýnd 5 vetra gömul og hlaut þá ágætan dóm 8,28 í aðaleinkunn, 8,39 fyrir sköpulag og 8,21 fyrir hæfileika. Stjarna var sett beint í folaldseignir og hefur hún átt folald á hverju ári síðan. Afkvæmin eru orðin tólf og hafa sex þeirra hlotið fullnaðardóm.

stjarnaafkvæmi

Árið 2015 hlaut Stjarna heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Í dómsorðunum stendur: „Stjarna frá Kjarri gefur hross í rúmu meðallagi að stærð. Höfuð er skarpt og eyrun oftar vel borin. Hálsinn er grannur við skásetta bóga. Bakið er breitt og baklínan góð en lendin misjafnlega gerð. Samræmi afkvæmanna er jafnan gott og eru þau léttbyggð og fótahá. Fótagerð og réttleiki er um meðallag en hófar eru efnisþykkir. Prúðleiki er í tæpu meðallagi. Stjarna gefur alhliða hross með taktgóðu og hreyfingafallegu tölti, brokkið er síst og stundum ferðlítið. Skeiðgeta er jafnan góð og einkennist skeiðið af öryggi og skrefstærð. Afkvæmin er léttviljug og þjál og fara vel í reið. Stjarna frá Kjarri gefur fínleg, léttbyggð og mjúkgeng alhliða hross með þjálan vilja og öruggt skeið. Stjarna hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og fyrsta sætið.“

Helgi stoltur með Stjörnu og Spóa Stálason.

 

Hæsti dómur Héraðssýning á Sörlastöðum 2003

Höfuð
8,5
Háls/herðar/bógar
8,5
Bak & lend
9,0
Samræmi
8,0
Fótagerð
9,0
Réttleiki
8,0
Hófar
8,0
Prúðleiki
8,0
Sköpulag
8,39
Tölt
8,5
Brokk
8,0
Skeið
8,0
Stökk
8,0
Vilji & geðslag
8,0
Fegurð í reið
8,5
Fet
8,0
Hæfileikar
8,21
Hægt tölt
8,0
Hægt stökk
8,0
Aðaleinkunn
8,28