Hrossarækt/Breeding

English below

Í Kjarri í Ölfusi hefur verið stunduð hrossarækt síðan 1981 en þá hófu Helgi Eggertsson og Helga Ragna Pálsdóttir búskap á jörðinni. Helgi og Helga höfðu bæði stundað hestamennsku frá barnæsku, áttu góða reiðhesta og höfðu tekið þátt í flestu sem tengdist hestamennsku.

IMG_3855

Þrjár hryssur lögðu drögin að hrossaræktinni í Kjarri, Stjarna frá Selfossi, Snoppa frá Selfossi og Drottning frá Kröggólfsstöðum.

Þruma frá Selfossi, dóttir Stjörnu,  fæddi okkur 17  afkvæmi, 12 voru sýnd og þar af  hafa 7 hlotið fyrstu verðlaun. Snoppa skilaði 7 „englabörnum“ og Drottning er amma Glampa frá Kjarri.

Til gamans má geta þess að Hlaða-Blakkur frá Hlöðum er faðir Stjörnu og Snoppu og móðurafi Nunnu en Hlaða–Blakkur var undan Herði frá Kolkósi eins og Drottning frá Kröggólfsstöðum.

Jónína frá Hala og Nunna frá Bræðratungu komu inn í ræktunina og áttu sín fyrstu fölöld l997 og hafa skilað okkur mörgum góðum gripum.

Í Kjarri fæðast  7-10 folöld á ári.  Hrossin eru flest alin upp í Kjarri, tamin og sýnd ef tilefni er til en einnig er alltaf eitthvað selt af ungum trippum.

Markmiðið er að rækta alhliða hross, geðgóð og viljug.
 IMG_9258

Lánið hefur leikið við okkur í ræktuninni og höfum við eignast marga góða gripi. Vorið 2018 hafa  á fjórða tug hrossa úr okkar ræktun hlotið 1. verðlaun í kynbótadómi  og tvö hross heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, þau Stáli og Stjarna.

Stjarna frá Kjarri

Stjarna frá Kjarri

Stóðhestarnir sem valdir hafa verið í ræktunina eru í flestum tilfellum sýndir 1. verðlauna hestar. Þekktir hestar í bakættum okkar ræktunar eru Otur frá Sauðárkróki, Þokki frá Garði, Galsi frá Sauðárkróki, Angi frá Laugarvatni og Gáski frá Höfstöðum.

Hápunktur hrossaræktarinnar í Kjarri er án efa stóðhesturinn Stáli sem fæddur er  l998 og var sýndur á landsmóti á Vindheimamelum 2006. Þá hlaut hann  hæstu einkunn  sem íslenskur stóðhestur hafði fengið 8.76. Síðan þá hefur Stáli notið vinsælda og hlaut hann l.verðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti á Vindheimamelum 2011. Stáli hlaut síðan heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti á Hellu 2014.

Sta¦üli_Helgi2_JE

Helgi og Stáli taka við heiðursverðlaunum fyrir afkvæmi á Gaddstaðaflötum

Síðustu ár höfum við notað Stála frá Kjarri en einnig aðra góða gripi s.s. Þórodd frá Þóroddsstöðum, Sæ frá Bakkakoti, Huginn frá Haga, Óm frá Kvistum og fleiri.

Fjölskyldan í Kjarri er samhent í hestamennskunni. Börnin, Páll, Ragna og Eggert fengu öll hestabakteríuna og stunda hestamennskuna þegar tíminn leyfir.

Eggert lauk námi í reiðmennsku og reiðkennslu frá Hólaskóla vorið 2018. Hann starfar nú við tamningar og þjálfun hrossa í Kjarri ásamt kærustu sinni Larissu Silju Werner sem einnig stundar nám við Hólaskóla.

IMG_4749

In Kjarr we offer breeding experience since 37 years. Since then 250 foals have been born at Kjarr, with an average of 8-11 foals each year.

Our main breeding goal is to breed five gaited horses with great tölt, willing, cooperative spirit and an excellent temperament. We want our horses to be fun and enjoyable for everyone. The horses should be light built with a fine neck and a strong back and croup.

Our greatest breeding achievements are most likely Stáli and Stjarna frá Kjarri. In 2006 Stáli (m. Jónína frá Hala and f. Galsi frá Sauðárkróki) received 8.26 for conformation, 9,09 for ridden abilities and a total score of 8,76. In 2011 he was awarded first prize for offspring, and in 2014 he received honor price for his offspring. Stjarna (m. Þruma frá Selfossi and f. Gustur frá Hóli) received a judgment of 8.39 for conformation, 8,21 for ridden abilities and a total score of 8,28. In 2015 she too received an honor prize for her offspring.

We offer you a great range of sales horses, which we bred and therefore know from the beginning. We think it´s really important to give each horse the time it needs for his basic training. All our horses are carefully started and receive a good basic training that helps them to stay healthy during their career as a riding, breeding or competition horse.

We always like to welcome interested riders for riding lessons on our well trained “gædingar”. Our trainers are studying at the University in Hólar and are giving clinics here at Kjarr as well as abroad. Don’t hesitate to contact us in Icelandic, English, Danish or German when you have questions regarding our horses or teaching!