Fyrirtækið

Kjarr_20150720__MG_8208

Í Kjarri í Ölfusi búa hjónin Helga Ragna Pálsdóttir og Helgi Eggertsson. Helgi og Helga hófu búskap í Kjarri vorið l981 og er rekstur fyrirtækisins tvíþættur: garðplöntuframleiðsla og hrossarækt.

Í Gróðrarstöðinni í Kjarri eru framleiddar garðplöntur af ýmsum gerðum en höfuðáhersla er lögð á ræktun hnausplantna af birki, ösp, greni og ýmsum tegundum garðtrjáa.

Í Kjarri er stunduð hestamennska og hrossarækt. Á búinu eru um 70 hross og að jafnaði fæðast 7-10 folöld á ári, flest undan l. verðlauna hryssum. Einnig eru á búinu nokkrir l. verðlauna stóðhestar og eru þeir leigðir út eða tekið á móti hryssum í Kjarri.

Í Kjarri starfa að jafnaði 3-4 starfsmenn á ársgrundvelli og fleiri að sumrinu þegar annatími er mestur.

IMG_7576

IMG_4905